Fótbolti

Allt í lagi eftir kossa og knús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho og Costa fara yfir málin.
Mourinho og Costa fara yfir málin. Vísir/Getty
Chelsea vann í gær öruggan 4-0 sigur á Meccabi Tel Aviv í Meistaradeild Evrópu en þrátt fyrir það var Jose Mourinho, stjóri liðsins, ekki nógu ánægður með frammistöðu framherjans Diego Costa í fyrri hálfleik.

„Ég varð fyrir vonbrigðum. Ég brást við því og hann gerði það líka,“ sagði Mourinho um rifrildi þeirra í hálfleik. „En eftir kossa og knús í búningsklefanum er allt í góðu,“ bætti Portúgalinn við.

Sjá einnig: Willian jafnaði aukaspyrnumet Juninho í sigri Chelsea

Chelsea komst á topp G-riðils með sigrinum í gær en liðið þarf enn stig gegn Porto, gamla félagi Mourinho, í lokaumferð riðlakeppninnar þann 9. desember.

Costa skoraði í sigri Chelsea á Norwich í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en þá hafði hann ekki skorað í sex leikjum í röð. Hann spilaði svo allar 90 mínúturnar í leiknum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×