Erlent

Allt gert til að bjarga þremur skólastúlkum úr rústum skóla

Heimir Már Pétursson skrifar
Rúmlega fimmtíu manns hefur verið bjargað lifandi úr húsarústum í Mexíkó borg frá því gífurlega öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina á þriðjudag. Björgunarsveitarmenn hafa tímunum saman reynt að bjarga þremur skólastúlkum sem eru fastar í rústum skóla sem hrundi í skjálftanum.

Nú er staðfest að 237 manns hafa látið lífið í jarðskjálftanum á þriðjudag sem mældist 7,1 stig. Gífurleg eyðilegging blasir við og um 1.900 manns slösuðust í skjálftanum. Tala látinna á hins vegar örugglega eftir að hækka því enn er leitað í húsarústum. Bjögurnarsbeitarmenn hafa verið klukkustundum saman við einn skóla borgarinnar eftir að þeir heyrðu neyðaróp ungrar stúlku sem er föst í rústunum, en hún liggur undir tveimur hæðum húsins sem hrundu ofan á hana.

Rodolfo Ruvalcavanumber einn björgunarsveitarmanna við skólann segir að stúlkan hafi náð að segja björgunarsveitarfólki að hún héti Frida.

„Þar að auki gat hún greint okkur frá því að tvö önnur börn væru með henni í rústunum ásamt tveimur líkum.Við vitum ekki enn hvort fleiri eru á lífi. Við höfum einungis heyrt í þremur börnum sem staðfestir að þau eru á lífi. Þá höfum við greint þrjú lík með myndavélum okkar,“ segir Ruvalcavanumber.

Frida er tólf ára gömul og eftir að björgunarmenn heyrðu í henni og sáu fingur hennar hreyfast í gati á rústunum vöknuðu vonir um að fleiri en hún og tvær skólasystur hennar gætu verið á lífi í rústunum.

Ellefu skólabörnum hefur verið bjargað á lífi úr rústum skólans, en sex til fimmtán ára gömul börn sóttu þar nám. Lík af tuttugu og einu barni hafa fundist í rúsum skólans og lík fjögurra fullorðinna.

Fimmtíu manns hefur nú þegar verið bjargað á lífi úr rúsum hér og þar í borginni. Örþreyttu björgunarfólki berst liðsauki hvaðan af, meðal annars frá japan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×