Innlent

Allt appelsínugult í Nostalgíu fyrir konurnar

BBI skrifar
Búrkurnar í Nostalgíu í dag voru óvenju litríkar.
Búrkurnar í Nostalgíu í dag voru óvenju litríkar.
Appelsínuguli dagurinn er í dag en hann er uppátæki samtakanna UN Women, hugsaður til að minna á réttindabaráttu kvenna. Í tilefni dagsins gera verslanir við Laugaveginn miðbæinn appelsínugulari en gengur og gerist. Verslunin Nostalgía er fremst meðal jafningja í átakinu.

„Það er hreinlega allt appelsínugult hérna," segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women. Rekstraraðilar Nostalgíu voru hrifnir af hugmyndinni og gengu hreinlega alla leið í skreytingum. En ekki nóg með það, því verslunin mun gefa 10% af allri fatasölu helgarinnar til styrktar samtökunum og styðja þannig réttindabaráttu kvenna í verki.

Auk þess heimsóttu búrkuklæddar konur frá Afganistan verslunina í dag og ræddu um málefni kvenna við viðskiptavini og sölufólk.

Inga Dóra er ánægð með verslunareigendur við Laugaveginn sem flestir hafa komið appelsínugulum vörum fyrir í verslunargluggum. Hún hefur hins vegar ekki séð marga almenna borgara í appelsínugulum fötum. „En það er bara eins og gengur og gerist," segir hún.

Þetta er í annað sinn sem appelsínuguli dagurinn er haldinn, en hann verður haldinn á mánaðar fresti, 25. hvers mánaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×