Lífið

Allt að verða klappað og klárt fyrir tónleika Ásgeirs Trausta á Esjunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir eru opnir öllum sem hafa áhuga.
Tónleikarnir eru opnir öllum sem hafa áhuga.
Hátt í þrjátíu manns hafa í dag unnið hörðum höndum að undirbúningi stórtónleika Ásgeirs Trausta á Esjunni sem Nova og þyrluþjónustan Helo standa fyrir í kvöld.

Ekkert hefur verið til sparað og þurfti 12 þyrluferðir til að koma græjum og búnaði upp að Steini þar sem tónleikarnir fara fram.

Nú stendur yfir vinna við að setja sviðið upp en útkoman verður einstök að sögn Guðmundar A. Guðmundssonar, markaðsstjóra Nova.

„Hér er algjör bongóblíða og allt að verða klappað og klárt. Sviðið verður þannig uppsett að gestir sitja í brekku og Ásgeir og hinir tónlistarmennirnir verða með borgina í allri sinni dýrð í bakgrunni.”

Herlegheitin hefjast kl. 18 þegar Natalie G. byrjar að þeyta skífum, og að því loknu stígur Ásgeir á svið ásamt hljómsveit. Hópurinn er nýkominn heim af tónleikaferðalagi um Ástralíu og hefur Ásgeir tilkynnt að tónleikarnir á Esjunni í kvöld og Hörpu í júní verði þeir allra síðustu í bili, eða þangað til næsta plata kemur út.

Þyrluþjónustan Helo verður með þyrlur á staðnum og geta tónleikagestir flogið upp að tónleikasvæðinu frá Esjurótum, gegn gjaldi. Frítt er inn á tónleikarnir og ekkert aldurstakmark.

Búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína á tónleikana og gera má ráð fyrir að bílastæðin við Esjurætur verði fullnýtt. Því hefur Nova brugðið á það ráð að bjóða gestum upp á ókeypis rútuferðir að Esju frá iðnaðarsvæði í nágrenninu, sem keyrt er fram hjá á leið út úr bænum að fjallinu.

Það verður vel merkt og ætti ekki að fara fram hjá fólki. Fjöldi mun sjá um gæslu og umferðarstjórnun en þess má geta að björgunarsveitin Kjölur verður á svæðinu.

MYNDIR/STEFÁN PÁLSSON
MYNDIR/STEFÁN PÁLSSON
MYNDIR/STEFÁN PÁLSSON
Tónleikarnir fara fram á Esjunni. Ásgeir er í fyrsta sinn á Esjunni.MYNDIR/STEFÁN PÁLSSON





Fleiri fréttir

Sjá meira


×