Innlent

Allt að helmings verðmunur á páskaeggjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Oftast var um 30 prósenta verðmunur á hæsta og lægsta verði páskaeggjanna í könnuninni.
Oftast var um 30 prósenta verðmunur á hæsta og lægsta verði páskaeggjanna í könnuninni. Vísir/Valli
Mesti verðmunur á páskaeggjum reyndist 57 prósent, samkvæmt verðkönnun ASÍ. Algengast var þó að sjá um 30 prósent verðmun á hæsta og lægsta verði páskaeggja. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnunina í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg hjá Fjarðarkaupum en fæst í Bónus samkvæmt tilkynningu frá ASÍ.

Bónus var með lægsta verðið á 26 af þeim 28 tegundum páskaeggja sem kannaðar voru. Hæsta verðið í könnuninni var oftast hjá Samkaupum-Úrval eða á 21 páskaeggi af 38. Þá er bent á að í um þriðjungi tilvika er undir 2 krónu verðmunur á Bónus og Krónunni, þ.e.a.s. að eggin hjá Krónunni eru allt að 2 krónum dýrari en hjá Bónus.

Oftast var um 30 prósenta verðmunur á hæsta og lægsta verði páskaeggjanna í könnuninni.

Frekari niðurstöður má sjá í töflu sem hægt er sækja á heimasíðu ASÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×