Innlent

Allt að 22 stiga hiti á Norðurlandi í dag

Randver Kári Randversson skrifar
Hlýtt verður á Norðurlandi í dag, en á morgun verður hlýjast á Suðurlandi.
Hlýtt verður á Norðurlandi í dag, en á morgun verður hlýjast á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm
Í dag verður síðasti dagurinn með blíðu á Norðurlandi í bili, en veðurstofan spáir allt að 22 stiga hita og bjartviðri þar í dag. Sunnan til á landinu verður rigning í dag. Þetta snýst síðan við á morgun þar sem það á að létta nokkuð til sunnan- og vestanlands. Besta veðrið verður sunnanlands þar sem hitinn gæti farið upp í 18-20 stig, með einhverri sól.

Á miðvikudag og fimmtudag verður áfram norðlæg átt en heldur svalara loft. Þá má búast við áframhaldandi vætu norðaustan til og við norðurströndina. Bjart verður með köflum vestanlands. Útlit fyrir að smá lægðardrag komi upp að suðurströndinni með rigningu allra syðst. Þá verður heldur svalara en verið hefur eða um það bil 8-15 stig yfir daginn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×