Innlent

Allt að 12 stiga hiti á sunnudag

Birgir Olgeirsson skrifar
Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir sunnudag.
Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir sunnudag.
Spáð er allt að 12 stiga hita síðdegis á sunnudag en búist er við sunnan hvassviðri eða stormi. Vætusamt verður sunnan- og vestantil en hægari og þurrt að mestu um landið austanvert. Um kvöldið snýst vindur í suðvestanátt með éljum vestantil á landinu.

Á morgun er spáð suðaustan 8 - 15 metrum á sekúndu sunnan og vestanlands eftir hádegi og snjókomu. Slydda eða rigning verður við ströndina og hlánar. Hægari og þykknar upp norðaustantil og dregur úr frosti. Dregur úr vindi annað kvöld, slydda eða rigning sunnan- og vestantil en þurrt að kalla norðaustanlands.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg breytileg átt og þurrt og bjart að mestu. Frost 4 til 9 stig. Suðaustan 5-10 og þykknar upp með dálítilli snjókomu í kvöld. Heldur hvassara eftir hádegi á morgun og slydda og síðar rigning og hlánar. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Sunnan hvassviðri eða stormur og vætusamt sunnan- og vestantil, en hægari og þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Hiti 4 til 12 stig síðdegis. Snýst í suðvestanátt með éljum vestantil á landinu um kvöldið og kólnar.

Á mánudag:

Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en þurrt og bjart austantil. Frystir víða þegar líður á daginn, en frostlaust við suðurströndina.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt og stöku él. Vaxandi austlæg átt með snjókomu um kvöldið, en slyddu eða rigningu suðaustantil og hlýnar heldur.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt og skúrir eða él og hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt með éljum og kólnandi veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×