Innlent

Allt á kafi í snjó fyrir austan: Bæjarbúar þurfa hreinsa knattspyrnuvöll fyrir blakmót

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hjálpast allir að fyrir austan.
Það hjálpast allir að fyrir austan. vísir/kristín hávarðardóttir
Bæjarbúar í Neskaupstað berjast nú við það að hreinsa fótboltavöll bæjarins vegna yfirvofandi öldungamóts í Blaki, sem hefst á fimmtudaginn.

Mikil ofankoma hefur verið fyrir austan undanfarna daga og er allt á kafi í snjó á svæðinu. Markmiðið er að reisa þrjú uppblásin tjöld sem keppt verður inn í. Mótið fer fram dagana 30. apríl - 2. maí en mótið hefur verið haldið í hartnær fjóra áratugi.

Kristín Hávarðsdóttir tók myndir af vellinum í gær og voru bæjarbúar þá alveg á fullu að hreinsa völlinn.

vísir/kristín hávarðardóttir
vísir/kristín hávarðardóttir
vísir/kristín hávarðardóttir
vísir/kristín hávarðardóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×