Innlent

Allt á floti við Hverfisgötu

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. visir/hari
Töluvert tjón varð þegar vatn tók að flæða um gólf á tannsmíðaverkstæði við ofanverða Hverfisgötu í gærkvöldi þar sem gleymst hafði að skrúfa fyrir krana.

Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var þriggja til fjögurra sentímetra djúpt vatn á gólfi verkstæðisins og hafði eitthvað líka lekið niður í húsnæði tveggja fyrirtækja á hæðinni fyrir neðan. Þegar dæling var ný hafin barst tilkynning um eld í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Meðalholt og gerðu slökkviliðsmenn hlé á dælingunni til að sinna því. Þar hafði einn af þremur íbúunum vaknað við mikinn reyk komu hann og félagi hans sér út í tæka tíð, en um tíma var óttast um hinn þriðja, en hann hafði farið aðra leið út og sakaði engan. Þar hafði pottur gleymst á logandi eldavél og hlaust mikill reykur af. Eitthvað barst inn í hæðina fyrir ofan, en þar sakaði heldur engan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×