Innlent

Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði

Atli Ísleifsson skrifar
Hólavegur ofarlega í bænum er farinn í sundur.
Hólavegur ofarlega í bænum er farinn í sundur. Mynd/Andri Freyr Sveinsson
„Hér er allt á floti og einn efsti vegurinn í bænum, Hólavegur, farinn í sundur. Ástandið er ekki gott,“ segir Kristinn Reimarsson, markaðs og menningarmálafulltrúi Fjallabyggðar, um ástandið á Siglufirði.

Gríðarlegt úrhelli hefur verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga.

Kristinn segir alla starfsmenn bæjarins nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. „Það fossar mjög mikið úr hlíðinni. Það eru stíflur ansi víða og niðurföll hafa ekki undan.“

Hann segir ástandið vera einna verst fyrir ofan íþróttahúsið þar sem fossar niður úr Hvanneyrarskálinni og þar í kring. „Það virðist ekki vera að draga úr rigningunni, en Veðurstofan spáði því í gær að eitthvað myndi stytta upp á morgun.“

Búið er að loka aðalgötunni í bænum sem liggur meðfram gamla fótboltavellinum.

Kristinn segir ástandið öllu skárra á Ólafsfirði en á Siglufirði, en að fótboltavöllurinn og tjaldsvæðið á  Ólafsfirði séu orðin „vel blaut“.

Andri Freyr Sveinsson sendi Vísi myndir sem sýna vel ástandið í bænum.

Mynd/Andri Freyr Sveinsson
Mynd/Andri Freyr Sveinsson
Mynd/Andri Freyr Sveinsson
Mynd/Andri Freyr Sveinsson
Mynd/Andri Freyr Sveinsson
Mynd/Andri Freyr Sveinsson
Mynd/Andri Freyr Sveinsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×