Handbolti

Allir vinir Patreks sáu skilaboð hans til leikmanna

Patrekur á hliðarlínunni með Haukum.
Patrekur á hliðarlínunni með Haukum.
Það hefur komið reglulega fyrir að þjálfarar geri mistök á Facebook og Patrekur Jóhannsson, þjálfari Hauka, lenti í því í dag.

Þá ætlaði hann augljóslega að senda skilaboð til leikmanna sinna en þeir undirbúa sig fyrir leik gegn ÍBV á morgun en það er Meistarakeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í Eyjum. Skilaboðin fóru aftur á móti ekki á leikmannahóp Hauka a heldur á vegg Patreks svo allir vinir hans sáu.

Patrekur segist í færslunni ætla að æfa 3-2-1 og 5-1 vörn á æfingu í kvöld og svo er hann kominn með nýtt leikkerfi sem hann kallar 15. Eyjamenn vita því við hverju er að búast að einhverju leyti.

Þessi færsla hjá Patreki fékk góð viðbrögð hjá handboltafólki og þjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson stóðst ekki mátið að stríða Patreki aðeins.

"15 b. Er það ekki innleysing á móti," skrifaði Óskar Bjarni við færsluna sem var horfin af vegg Patreks skömmu síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×