Erlent

Allir veitingastaðir Chipotle lokuðu í dag

Birta Björnsdóttir skrifar
Chipotle rekur fjölmarga veitingastaði vítt og breitt um Bandaríkin.
Chipotle rekur fjölmarga veitingastaði vítt og breitt um Bandaríkin. vísir/getty
Bandaríska skyndbitakeðjan Chipotle lokaði í dag öllum veitingastöðum sínum í nokkra klukkutíma til að funda með starfsfólki sínu. Ástæðan er tíðar matareitranir viðskiptavina þessarar vinsælu matvælakeðju, sem alls heldur úti tvö þúsund veitingastöðum.

Undanfarna mánuði hafa fleiri en fimm hundruð viðskiptavinir Chipiotle veikst af E.coli veirunni, þar af nokkrir alvarlega.Sóttvarnaryfirvöld tilkynntu í síðastliðinni viku að rannsókn á útberiðslu veirunnar á veitingastaðnum væri lokið.


Tengdar fréttir

Áttatíu námsmenn veiktust eftir skyndibitaát

Talið er að allt að 80 nemendur Boston College háskólans í Bandaríkjunum hafi veikst eftir að hafa borðað á veitingastað Chipotle Mexican Grill um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×