Golf

Allir unnu í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hrósaði sigri á PGA meistaramótinu, síðasta risamóti ársins, sem lauk í gær.



Þetta var fyrsti sigur Walkers á risamóti á ferlinum en hann hafði betur í baráttu við Jason Day á lokasprettinum.

Sjá einnig: Jimmy Walker: Fann fyrir miklum stuðningi

Sigurvegararnir á risamótunum fjórum í ár eiga það allir sameiginlegt sigurinn í ár var þeirra fyrsti á risamóti á ferlinum.

Bandaríkjamaðurinn Danny Willett vann Masters mótið í apríl, landi hans, Dustin Johnson, Opna bandaríska meistaramótið í júní og Svíinn Henrik Stenson Opna breska meistaramótið um miðjan júlí.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 og fimmta skipti alls sem allir sigurvegarar ársins unnu sitt fyrsta risamót.

Ár sem allir sigurvegarar risamótanna unnu í fyrsta sinn:

1959: Art Wall Jr., Billy Casper, Gary Player, Bob Rosburg

1969: George Archer, Orville Moody, Tony Jacklin, Raymond Floyd

2003: Mike Weir, Jim Furyk, Ben Curtis, Shaun Micheel

2011: Carl Schwartzel, Rory McIlroy, Darren Clarke, Keegan Bradley

2016: Danny Willett, Dustin Johnson, Henrik Stenson, Jimmy Walker


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×