Innlent

Allir spá óbreyttum vöxtum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson sitja báðir í peningastefnunefnd.
Þeir Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson sitja báðir í peningastefnunefnd. fréttablaðið/GVA
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun kynna ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti á fundi bankans í dag.

Greiningardeildir allra stóru viðskiptabankanna þriggja gera ráð fyrir að stýrivextir verði óbreyttir enn um sinn.

Greiningardeild Arion telur að þrátt fyrir að dregið hafi enn frekar úr verðbólgu og hagvöxtur verið nokkuð undir væntingum á fyrri helmingi ársins, sem almennt gæti gefið tilefni til lækkunar stýrivaxta, séu horfur í efnahagsmálum ekki mikið breyttar frá seinasta fundi. Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd bankans muni halda stýrivöxtum bankans óbreyttum fram á seinni hluta næsta árs.

Þetta er breyting frá fyrri spá en þá var gert ráð fyrir að nefndin myndi byrja að hækka stýrivexti sína snemma á næsta ári. Ástæðan fyrir þessari breytingu eru betri verðbólguhorfur og mildari vaxtahækkunartónn í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna síðasta vaxtaákvörðunarfundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×