Fótbolti

Allir komnir áfram nema England | Sjáðu Henry stríða Gary Lineker í beinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Thierry Henry tók Gary Lineker ansi illa undir lok þáttarins Match of the Day í gær þar sem farið var yfir Evrópumótið í fótbolta eins og gert hefur verið allt mótið.

Lineker, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Englands, var með Ítalann Gianluca Vialli, Henry og belgíska miðvörðinn Vincent Kompany sem sérfræðinga í þættinum en löndin þeirra eru öll komin áfram í átta liða úrslit EM.

„Ítalía komið í átta liða úrslitin,“ sagði Lineker og beindi orðum sínum að Vialli áður en hann ætlaði að slaufa þættinum.

Henry greip þá orðið og sagði: „Við [Frakkland] erum líka komnir áfram.“ Hann benti svo á Kompany sem sagði einfaldlega: „Belgía.“

Frakkinn benti svo kaldhæðnislega á Lineker sem gat ekki annað en sett upp stórkostlegan svip áður en þættinum lauk.

Þetta hressa innslag má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice

Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði.

Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM

Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×