Fótbolti

Allir klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga

Aron Einar í fyrri leiknum.
Aron Einar í fyrri leiknum. vísir/valli
Allir leikmenn íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga fyrir Kazakstan í undankeppni EM 2016 á morgun. Fái Ísland eitt stig eru þeir komnir á Evrópumótið 2016 sem haldið er í Frakklandi.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, greindi frá þessu á blaðamannafundi sem haldinn fyrr í dag á Laugardalsvelli, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, og Kolbeinn Sigþórsson, framherji, sátu einnig fyrir svörum blaðamanna.

Eina spurningarmerki var um Aron Einar Gunarsson, fyrirliða, en hann fékk krampa undir lok leiks Hollands og Íslands. Hann segist þó vera klár í slaginn, en Aron sagðist „aldrei hafa verið betri.”

Emil Hallfreðsson helltist úr lestinni fyrir leikinn gegn Hollandi, en allir komust heilu og höldnu úr sigrinum frábæra gegn Hollandi á fimmtudaginn.

Leikur Íslands og Kazakstan hefst klukkan 18:45 og verður leiknum að sjálfsögðu lýst beint í Boltavaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×