Handbolti

Allir bikarmeistarar yngri flokka: Vítakeppni í Akureyrarslagnum | Myndband

Tómas ÞóR Þórðarson skrifar
Haukur Þrastarson, Jóhann Páll Einarsson, Lena Margrét Valdimarsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir og Tómas Gunnarsson voru öll valin maður leiksins.
Haukur Þrastarson, Jóhann Páll Einarsson, Lena Margrét Valdimarsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir og Tómas Gunnarsson voru öll valin maður leiksins. myndir/hsí
Samhliða úrslitahelgi Coca Cola-bikars karla og kvenna í handbolta fór fram bikarhelgi yngri flokkanna þar sem barist var um sjö bikara.

Fram og Fylkir voru sigursælust um helgina en hvort lið vann tvo bikara. Framarar unnu 2. flokk karla með 25-22 sigri á Val og komu þannig fram hefndum fyrir úrslitaleikinn í fyrra. Framstúlkur unnu 3. flokk kvenna sem er elsti aldursflokkurinn í kvennaflokki.

Lena Margrét Valdimarsdóttir var kjörin besti leikmaður úrslitaleik 3. flokks kvenna en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði ellefu mörk í fjögurra marka sigri Framliðsins á HK, 26-22.

Valsmenn náðu einum bikar um helgina en þeir lögðu FH, 28-27, í úrslitaleik 3. flokks. Þar fór Jóhann Páll Einarsson á kostum í marki Hlíðarendaliðsins og varði ellefu skot. Fyrir það var hann valinn maður leiksins. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór hamförum í liði FH ogskoraði ellefu mörk. Það dugði þó ekki til.

Fylkir er greinilega með sterkan fjórða flokk hjá stelpunum en þar vann Árbæjarliðið bæði hjá þeim eldri og yngri. Markvörðurinn Alexandra Gunnarsdóttir varði 22 skot fyrir eldri hópinn í 21-16 sigri á Fram og var valin maður leiksins en Elín Rósa Magnúsdóttir fékk þann heiður eftir að skora sex mörk í 22-18 sigri Fylkis á ÍBV fyrir yngra liðið.

Haukur Þrastarson frá Selfossi fór hamförum annað árið í röð í Höllinni. Þessi bráðefnilegi leikmaður skoraði fimmtán mörk fyrir Selfoss er það valtaði yfir ÍR, 28-20, í bikarúrslitum 4. flokks karla eldri. Haukur skoraði 21 mark úr 23 skotum þegar Selfossliðið hans vann FH í bikarúrslitum 4. flokks karla yngri á síðasta ári.

Dramatíkin var mest fyrir norðan þar sem erkifjendurnir Þór og KA mættust í úrslitaleik 4. flokks karla yngri. Þar sem norðanliðin mættust var ákveðið að flytja ekki alla í bæinn heldur spila á Akureyri og úr varð svakalegur leikur sem vel var mætt á.

Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakastkeppni eftir að jafnt var í leikslok, 20-20, og eftir framlengingu, 25-25. Þórsarar skoruðu úr fjórum vítum en KA-menn úr þremur og sigurinn því þeirra rauðu og hvítu. Þessi úrslit skipta auðvitað miklu máli í þessum ríg fyrir norðan eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Maður leiksins var Tómas Gunnarsson sem varði 28 skot í marki Þórs.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara úr öllum bikarúrslitaleikjum yngri flokkanna um helgina. Upplýsingar eru fegnar frá heimasíðu HSÍ.

2. flokkur karla: Fram - Valur 25-22

Fram: Ragnar Kjartansson 7, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Davíð Reynisson 4, Svanur Páll Vilhjálmsson 2, Róbert Árni Guðmundsson 2,  Guðjón Andri Jónsson 1, Andri Dagur Ófeigsson 1.

Valur: Ýmir Gíslason 5, Arnór Snær Óskarsson 3, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Jökull Sigurðarson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Markús Björnsson 2, Egill Magnússon 1, Guðmundur Sigurðsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1.

Maður leiksins: Lúðvík Thorberg Arnkelsson, Fram.

3. flokkur karla: Valur - FH 28-27

Valur: Sveinn Jose Rivera 5, Arnór Snær Óskarsson 4, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Stiven Tobar Valencia 3, Viktor Andri Jónsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Markús Björnsson 2, Egill Magnússon 1, Alexander Jón Másson 1, Eiríkur Þórarinsson 1.

FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 11, Helgi Freyr Sigurgeirsson 6, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Einar Örn Sindrason 2, Eyþór Örn Ólafsson 2, Egill Sturluson 1, Logi Aronsson 1.

Maður leiksins: Jóhann Páll Einarsson, Val (14 varin skot).

3. fokkur kvenna: Fram - HK 26-22

Fram: Lena Margrét Valdimarsdóttir 11, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 5, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 3, Svala Júlía Gunnarsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 1.

HK: Elva Arinbjarnar 5, Tinna Sól Björgvinsdóttir 3, Birta Rún Grétarsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Azra Cosic 2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 2, Indíana Líf Bergsteinsdóttir 2, Ada Kozicka 1.

Maður leiksins: Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram.

4. fokkur karla eldri: Selfoss - ÍR 28-20

Selfoss: Haukur Þrastarson 15, Daníel Karl Gunnarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Sölvi Svavarsson 2, Þorsteinn Freyr Gunnarsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Bergsveinn Vilhjálmur Ásmundsson 1, Daníel Garðar Antonsson 1.

ÍR: Gunnar Aðalsteinsson 8, Viktor Sigurðsson 5, Atli Kolbeinn Siggeirsson 3, Karl Patrick Marteinsson 3, Hafsteinn Jónsson 1.

Maður leiksins: Haukur Þrastarson, Selfossi.

4. flokkur kvenna eldri: Fylkir - Fram 21-16

Fylkir: María Ósk Jónsdóttir 8, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma María Jónsdóttir 4, Elín Arna Tryggvadóttir 2, Thelma Lind Victorsdóttir 1.

Fram: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Telma Sól Bogadóttir 4, María Ellen Birgisdóttir 3, Harpa Elín Haraldsdóttir 2, Ragnheiður Ásmundsdóttir 1, Sæunn Nanna Ægisdóttir 1.

Maður leiksins: Alexandra Gunnarsdóttir, Fylki (22 varin skot).

4. fokkur karla yngri: Þór - KA 29-28 (e. vítakeppni)

Þór: Aron Hólm Kristjánsson 7, Auðunn Ingi Valtýsson 5, Sigurður Bergmann Sigmarsson 5, Daníel Orri Bjarkason 4, Hákon Ingi Halldórsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2.

KA: Arnór Ísak Haddsson 12, Ragnar Hólm Sigurbjörnsson 6, Óli Einarsson 5, Fannar Már Jónsson 1, Þorvaldur Daði Jónsson 1.

Maður leiksins: Tómas Gunnarsson, Þór (28 varin skot).

4. flokkur kvenna yngri: Fylkir - ÍBV 22-18

Fylkir: Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma Rósa Jónsdóttir 6, Katrín Tinna Jensdóttir 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.

ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 7, Mía Rán Guðmundsdóttir 5, Linda Björk Brynjarsdóttir 4, Hekla Sól Jóhannsdóttir 1, Telma Aðalsteinsdóttir 1.

Maður leiksins: Elín Rósa Magnúsdóttir, Fylki.


Tengdar fréttir

Orri Freyr: Varnarleikurinn er lykillinn að öllum sigrum

Guðjón Guðmundsson ræddi við bræðurna Ými og Orra Frey sem léku lykilhlutverk í sigri Valsmanna á Aftureldingu í úrslitum bikarsins í handbolta aðeins viku eftir að hafa unnið frækinn sigur ytra í Áskorendabikarnum.

Hlynur: Tvöfaldur fögnuður í kvöld

Hlynur Morthens, markvörður Vals, var hæstánægður með bikarinn í hendi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir bikarúrslitaleikinn gegn Aftureldingu í dag.

Óskarinn áfram á Hlíðarenda

Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26.

Draumabyrjun Stjörnukvenna skóp sigurinn

Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur.

Stjörnuliðin finna sig vel í bikarúrslitunum

Stjörnukonur urðu bikarmeistarar annað árið í röð um helgina og hafa þar með unnið bikarinn átta sinnum. Kvennalið Stjörnunnar lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik árið 1986 en stelpurnar úr Garðabænum náðu aðeins að vinna einn af fyrstu sjö bikarúrslitaleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×