ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 23:37

Hótel Laxá ber af sér sakir í kjölfar umfjöllunar Kastljóss

FRÉTTIR

Alli hjá Tottenham til 2021

 
Enski boltinn
12:03 12. JANÚAR 2016
Dele Alli fagnar marki í leik međ Tottenham.
Dele Alli fagnar marki í leik međ Tottenham. VÍSIR/GETTY

Enski landsliðsmaðurinn Dele Alli skrifaði í dag undir nýjan samning við Tottenham sem gildir til 2021.

Alli er aðeins nítján ára gamall en félagið keypti hann frá MK Dons fyrir tæpu ári síðan. Hann kláraði tímabilið hjá MK Dons sem lánsamaður en hefur verið einn af bestu leikmönnum Tottenham í haust og unnið sér sæti í enska landsliðinu.

Hann hefur skorað fimm mörk í átján úrvalsdeildarleikjum með Tottenham og spilaði sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Eistlandi í október.

„Félagið hefur reynst mér frábærlega frá fyrsta degi,“ sagði Alli í viðtali sem birtist á heimasíðu Tottenham.

„Við erum með frábært ungt lið og ég er virkilega ánægður með að vera hér. Ég hef sýnt hvað ég get gert og fest mig í sessi sem úrvalsdeildarleikmaður. Ég er samt bara nítján ára og á enn heilmikið ólært,“ sagði Alli.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Alli hjá Tottenham til 2021
Fara efst