Fótbolti

Allar treyjur Barca-liðsins merktar Xavi í síðasta deildarleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi.
Xavi. Vísir/Getty
Xavi spilar sinn síðasta deildarleik með Barcelona á morgun en þessi goðsögn í knattspyrnuheiminum mun yfirgefa félagið í sumar.

Xavi er að klára sitt sautjánda tímabil með félaginu og varð um síðustu helgi spænskur meistari í áttunda sinn. Hann er búin að spila 505 leiki í spænsku deildinni með Barca.

Barcelona ætlar að heiðra leikjahæsta leikmann félagsins frá upphafi með sérstökum hætti í leiknum á móti Deportivo La Coruna á Nývangi.

Allar treyjur Barcelona-liðsins í leiknum verða merktar sérstaklega að árituninni „6racies Xavi" eða „Takk Xavi" þar sem G-inu hefur verið breytt í töluna sex en Xavi hefur spilaði í sexunni með Barcelona undanfarin ár.

Þetta verður þó ef til vill ekki síðasti leikur Xavi með félaginu því Barcelona á möguleika á því að vinna líka spænska bikarinn og Meistaradeildina í vor. Xavi getur því farið frá Barcelona sem þrefaldur meistari.

Hér fyrir neðan má sjá búninginn eins og hann var kynntur á instagram-síðu Barcelona.

1991 - 2015 #6raciesXavi @fcbarcelona #Xavi #FCB #FCBarcelona

A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×