Erlent

Alkóhólismi leikur Gazza grátt

Jakob Bjarnar skrifar
Gascoinge leiddur af vettvangi af lögreglu.
Gascoinge leiddur af vettvangi af lögreglu.
Paul Gascoigne, eða Gazza, einhver helsta knattspyrnustjarna Englendinga á árum áður, fannst dauðadrukkinn og illa til reika fyrir utan heimili sitt í Dorset, nánast ósjálfbjarga með ginflösku eina sér til halds og trausts.

Þetta hefur orðið fjölmiðlum á Englandi tilefni til að fjalla í enn eitt skiptið um bágborið ástandið á Gazza en samkvæmt þeim stendur til að bera knappspyrnukappann fyrrverandi út vegna ítrekaðra óláta sem berst úr íbúð hans.

Þá segir að Gascoigne hafi verið fluttur á sjúkrahús vegna áfengiseitrunar, eftir erfiðan drykkjutúr. Gazza hefur lengi átt við áfengissýki að stríða, og ljóst má vera að hafi einhvern tíma verið gaman, það er það gaman búið. Gazza er 47 ára gamall en lítur út fyrir að vera miklum mun eldri, og má gera því skóna að þar megi kenna alkóhólisma um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×