Innlent

Alifuglakjötið bakteríulaust

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Engin salmonella fannst í kjötinu.
Engin salmonella fannst í kjötinu. Fréttablaðið/Haraldur
Engin salmonella greindist í erlendum alifuglaafurðum í eftirliti Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

Tíðni kampýlóbakter var þá minni en almennt gerist í alifuglakjöti erlendis enda afurðirnar sem hingað koma til lands frosnar.

Tekin voru 115 sýni af hráu, frosnu erlendu kjöti. Stærsti hluti erlends alifuglakjöts sem flutt er inn til Íslands er frá Þýskalandi og Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×