Enski boltinn

Algjört óviljaverk að mati Mourinho en hvað finnst ykkur? | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það voru mikil læti í kringum Diego Costa í gær.
Það voru mikil læti í kringum Diego Costa í gær. Vísir/Getty
Diego Costa, framherji Chelsea, er á baksíðu Daily Mirror í dag undir fyrirsögninni Stampford Bridge en svo gæti farið að þessi frábæri leikmaður sé á leiðinni í bann fyrir að stíga tvisvar sinnum á leikmann Liverpool í gær.

Diego Costa og félagar í Chelsea-liðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins eftir 1-0 sigur í framlengdum seinni undanúrslitaleik liðanna.

Það sást vel á sjónvarpsmyndum þegar Diego Costa steig bæði á Emre Can og Martin Skrtel í leiknum en þessi bikarleikur á Stamford Bridge bauð upp á mikil læti og mikið fjör þrátt fyrir bara eitt mark hafi verið skorað á þessum 120 mínútum.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði um algjört óviljaverk þegar þessi atvikin með Diego Costa voru borin undir hann eftir leikinn.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjórim Liverpool, var sérstaklega óhress með það þegar Diego Costa steig á  Emre Can. Það gerðist strax í upphafi leiks og því hefði það haft mikil áhrif á leikinn ef Chelsea hefði misst Diego Costa af velli með rautt spjald.

Ef Michael Oliver, dómari leiksins, skrifar ekkert um atvikin tvö í skýrslu sinni eftir leikinn þá gæti aganefnd enska knattspyrnusambandsins tekið málið fyrir og þá gæti Diego Costa verið á leið í bann.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá leiknum í gær þar sem Diego Costa stígur á tvo leikmenn Liverpool. Þetta var algjört óviljaverk að mati Mourinho en hvað finnst ykkur?


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×