Handbolti

Alfreð vildi ekki tjá sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Vísir/Getty
Alfreð Gíslason vildi ekkert tjá sig um þær sögusagnir að hann sé efstur á óskalista þýska handknattleikssambandsins.

Þýska sambandið leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst varð að Martin Heuberger fengi ekki nýjan samning.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er Alfreð efsta nafn á blaði hjá forráðamönnum þýska sambandsins en að þar á eftir komi þeir Noka Serdarusic og Dagur Sigurðsson.

„Ég vil ekkert segja um þetta. Ég er kominn til Íslands í frí og við það að slökkva á símanum,“ sagði Alfreð við Vísi í dag.

Heuberger hefur nú mistekist að koma Þýskalandi á tvö stórmót í röð en liðið tapaði fyrir Pólverjum í undankeppni HM 2015 fyrr í mánuðinum.

Alfreð gerði Kiel að Þýskalandsmeistara í vetur en hann hefur notið mikillar velgengni með lið sitt undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×