Alfređ sagt upp störfum | Sigurlaug og Berglind taka viđ

 
Handbolti
12:30 18. MARS 2017
Alfređ Örn Finnsson.
Alfređ Örn Finnsson. VÍSIR/EYŢÓR
Guđmundur Mairnó Ingvarsson skrifar

Handknattleiksdeild Vals hefur sagt Alfreð Erni Finnssyni þjálfara félagsins í Olís-deild kvenna síðustu tvö árin upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Val.

Sigurlaug Rúnarsdóttir og Berglind Íris Hansdóttir eru teknar við liðinu og munu stýra því út leiktíðina hið minnsta.

Valur er í sjötta sæti deildarinnar í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor. Liðið hefur aðeins unnið einn af sex síðustu leikjum sínum en steininn tók úr þegar liðið tapaði fyrir næst neðsta liði deildarinnar, Selfossi, fyrir viku síðan.

Aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni og á Valur eftir að mæta þremur efstu liðum deildarinnar og því er við ramman reip að draga ætli liðið sér að komast í úrslitakeppnina.

Alfreð tók við Val árið 2015 þegar hann kom heim frá Noregi en á síðustu leiktíð hafnaði Valur í fimmta sæti undir hans stjórn.

Þrjú af átta úrvalsdeildarliðum kvenna hafa nú sagt upp þjálfurum sínum á leiktíðinni því áður hafði Fylkir sagt Haraldi Þorvarðarsyni upp störfum og Selfoss rak Sebastian Alexandersson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Alfređ sagt upp störfum | Sigurlaug og Berglind taka viđ
Fara efst