Fótbolti

Alfreð og félagar töpuðu | Óvænt tap Bayern á heimavelli

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. vísir/getty
Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg þurftu að sætta sig við tap gegn Hoffenheim á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alfreð, sem var á skotskónum í síðustu umferð, var tekinn af velli á 61. mínútu. Kevin Volland kom Hoffenheim yfir, en Paul Verhaegh jafnaði fyrir Augsburg af vítapunktinum.

Mark Uth tryggði svo Hoffenheim sigurinn með marki níu mínútum fyrir leikslok, en Hoffenheim enn í næst neðsta sæti, nú með 21 stig. Augsburg er í þrettánda sæti með 25 stig.

Þýskalandsmeistararnir í Bayern Munchen lentu í kröppum dansi á heimavelli gegn Mainz 05. Jairo kom Mainz yfir á 26. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Gestirnir frá Mainz leiddu allt fram til 65. mínútu þegar Hollendingurinn Arjen Robben jafnaði metin. Það var svo Jhon Cordoba sem tryggði Mainz sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Bayern í síðustu átta leikjum í þýsku deildinni.

Bayern er nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar, en þeir eru á toppnum með 62 stig. Mainz er í fimmta sætinu með 39 stig eftir þennan frækna sigur.

Dortmund heldur áfram að reyna að narta í hæla Bayern, en þeir unnu 2-0 sigur á Darmstadt í dag. Dortmund hefur ekki tapað leik í þýsku deildinni eftir áramót (sex sigrar - eitt jafntefli).

Adrian Ramos kom Dortmund yfir skömmu fyrir hlé og Eric Durm bætti við öðru marki í síðari hálfleik. Dortmund er í öðru sætinu með 57 stig, en Darmstad er í því fjórtánda með 25 stig.

Öll úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen - Werder Bremen 1-4

Bayern Munchen - Mainz 05 1-2

Borussia Mönchengladbach - VfB Stuttgart 4-0

Darmstadt - Borussia Dortmund 0-2

Hertha Berlin - Eintracht Frankfurt 1-0

Hoffenheim - Augsburg 1-1

Schalke 04 - Hamburger SV 3-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×