Handbolti

Alfreð og félagar endurtóku ekki leikinn frá því í fyrra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar eru úr leik í Meistaradeildinni.
Alfreð og félagar eru úr leik í Meistaradeildinni. vísir/getty
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru úr leik í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir 23-18 tap fyrir Barcelona á útivelli í dag.

Kiel vann fyrri leikinn með tveimur mörkum, 28-26, en tapaði einvíginu 49-46.

Kiel sló Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra en náði ekki að endurtaka leikinn í ár.

Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Perez de Vargas reyndist leikmönnum Kiel erfiður ljár í þúfu í dag en hann varði yfir 20 skot.

Valero Rivera skoraði sjö mörk fyrir Barcelona sem var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9.

Marko Vujin var markahæstur í liði Kiel með fjögur mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×