Handbolti

Alfreð missir lykilmann í minnst átta mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dominik Klein spilar ekki aftur með Kiel fyrr en í lok ársins, í fyrsta lagi.
Dominik Klein spilar ekki aftur með Kiel fyrr en í lok ársins, í fyrsta lagi. Vísir/Getty
Dominik Klein, vinstri hornamaður þýska meistaraliðsins Kiel, verður frá næstu átta mánuðina hið minnsta eftir að hafa slitið krossband í hné í leik liðsins gegn Erlangen um helgina.

„Þetta er virkilega svekkjandi. Dominik hefur spilað afar vel á tímabilinu og nú verðum við á hans þegar mest á reynir,“ sagði framkvæmdarstjórinn Thorsten Storm.

Það mun því reyna á hinn 21 árs Rune Dahmke að fylla í skarð Klein á lokaspretti tímabilsins en hann er fæddur og uppalinn í borginni.

Kiel er í efsta sæti þýsku deildarinnar með 50 stig, jafn mörg og Rhein-Neckar Löwen. Liðin mætast í toppslag deildarinnar á sunnudag klukkan 15.15 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×