Fótbolti

Alfreð með Mkhitaryan og Vidal í liði vikunnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar markinu gegn Wolfsburg.
Alfreð Finnbogason fagnar markinu gegn Wolfsburg. vísir/getty
Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í fótbolta, er í liði 31. umferðar þýsku 1. deildarinnar fyrir frammistöðu sína gegn Wolfsburg um síðustu helgi.

Alfreð skoraði fyrra mark Augsburg á fyrstu mínútu leiksins og átti svo stóran þátt í öðru markinu en Augsburg vann gríðarlega flottan og mikilvægan 2-0 sigur á Wolfsburg. Mark Alfreðs kom eftir 47 sekúndur en aldrei hefur leikmaður Augsburg skorað mark jafnfljótt í þýsku 1. deildinni.

Með sigrinum komst Augsburg upp í tólfta sæti deildarinnar og er nú sex stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Alfreð, sem er ásamt stórstjörnum á borð við Arturo Vidal hjá Bayern og Henrikh Mkhitaryan hjá Dortmund í liðinu að þessu sinni, er búinn að skora í þremur leikjum í röð fyrir Augsburg og fimm mörk í síðustu sex leikjum.

Mörkin hans og stoðsending í síðasta leik hafa innbyrt sex stig í síðustu tveimur leikjum fyrir Augsburg og þá skoraði hann einnig í 2-1 sigri á Bremen fyrir þremur vikum en Augsburg með Alfreð í stuði er búið að vina þrjá leiki í röð og að bjarga sér frá falli.

„Ef Augsburg bjargar sér frá falli sem virðist alltaf líklegra getur það þakkað Alfreð Finnbogasyni fyrir að spila lykilhlutverk í þeirri baráttu. Íslenski landsliðinumaðurinn skoraði eftir aðeins 47 sekúndur og er nú búinn að skora sjö mörk í ellefu leikjum,“ segir í umsögn um Alfreð á heimasíðu þýsku 1. deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×