Fótbolti

Alfreð með metmark í sigri Augsburg | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það tók Alfreð Finnbogason ekki nema 45 sekúndur að koma Augsburg yfir gegn Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alfreð fékk þá sendingu inn fyrir vörn Wolfsburg frá Halil Altintop og setti boltann af öryggi milli fóta Diego Benaglio í marki heimamanna.

Þetta var þriðja mark Alfreðs í jafn mörgum leikjum en hann hefur alls skorað sex mörk fyrir Augsburg frá því hann kom til félagsins. Markið var sögulegt því aldrei hefur leikmaður Augsburg skorað jafn snemma í leik í þýsku deildinni. Þetta var jafnframt fljótasta mark tímabilsins.

Altintop kom Augsburg í 0-2 á 57. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Benaglio varði frá Alfreð.

Nokkrum mínútum síðar fékk Alfreð svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark. Íslenski landsliðsframherjinn slapp þá inn fyrir vörn Wolfsburg en Benaglio sá við honum og varði.

Með sigrinum komst Augsburg upp í 12. sæti deildarinnar en liðið er nú fimm stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Bayern München styrkti stöðu sína á toppnum með 0-2 sigri á Herthu Berlin á útivelli og Borussia Dortmund vann öruggan 0-3 útisigur á Stuttgart.

Úrslit dagsins:

Wolfsburg 0-2 Augsburg

Hertha Berlin 0-3 Bayern München

Stuttgart 0-3 Dortmund

Ingolstadt 2-2 Hannover

Köln 4-1 Darmstadt

Wolfsburg 0-1 Augsburg Wolfsburg 0-2 Augsburg Alfreð nálægt því að skora sitt annað mark



Fleiri fréttir

Sjá meira


×