Handbolti

Alfreð fer með góða stöðu til Ungverjalands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð er oftar en ekki líflegur á hliðarlínunni.
Alfreð er oftar en ekki líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty
Kiel vann sjö marka sigur á MOL-Pick Szeged, 29-22, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikið var í Þýskalandi í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var afar jafn og spennandi en þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 14-14. Flestir bjuggust því við jöfnum og spennandi síðari hálfleik en annað kom á daginn.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar breyttu stöðunni úr 19-19 í 25-19 sér í vil. Kiel vann lokakaflann 10-3 og leikinn sjálfan með sjö mörkum, 29-22, og eru þeir í góðum málum fyrir síðari leikinn í Ungverjalandi sem fer fram 1. apríl.

Marko Vujin skoraði átta mörk fyrir Kiel og næstur kom Miha Zarabec. Bence Banhidi skoraði fimm mörk fyrir Szeged en Stefán Raf skoraði þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×