MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 08:19

Amnesty: Hatursorđrćđa stjórnmálamanna gera heiminn ađ hćttulegri stađ

FRÉTTIR

Alfređ farinn frá Olympiakos | Hafnađi tilbođi úr MLS-deildinni

 
Fótbolti
12:21 30. JANÚAR 2016
Alfređ sćkir hér ađ Alexis Sanchez, stórstjörnu Arsenal, fyrr í vetur.
Alfređ sćkir hér ađ Alexis Sanchez, stórstjörnu Arsenal, fyrr í vetur. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Gríska stórveldið Olympiacos hefur óskað eftir því að lánssamningi Alfreðs Finnbogasonar sem hefur verið á mála hjá félaginu undanfarið hálfa árið verði rift en þetta kemur fram í spænska blaðinu AS.

Alfreð gekk til liðs við Olympiacos á lánssamning frá Real Sociedad síðasta sumar en tækifærin voru af skornum skammti í Grikklandi. Lék hann aðeins sjö leiki í grísku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim eitt mark af vítapunktinum.

Alfreð tryggði liðinu eftirminnilegan sigur á Arsenal fyrr í vetur með því að skora sigurmarkið í 3-2 sigri á Emirates en þrátt fyrir það fékk hann fá tækifæri hjá liðinu.

Óvíst er hvort hann fái tækifæri hjá Real Sociedad sem er að berjast fyrir lífi sínu í spænsku deildinni en líklegt þykir að hann verði aftur sendur út í lán.

Segir AS frá því að Alfreð hafi hafnað tilboði frá liði í MLS-deildinni og að hann sé ákveðinn í að finna lið innan Evrópu til þess að vera í góðu standi fyrir EM í Frakklandi í sumar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Alfređ farinn frá Olympiakos | Hafnađi tilbođi úr MLS-deildinni
Fara efst