FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Hreinsanir hjá Man Utd: Schweinsteiger líklega á förum

SPORT

Alfređ farinn frá Olympiakos | Hafnađi tilbođi úr MLS-deildinni

 
Fótbolti
12:21 30. JANÚAR 2016
Alfređ sćkir hér ađ Alexis Sanchez, stórstjörnu Arsenal, fyrr í vetur.
Alfređ sćkir hér ađ Alexis Sanchez, stórstjörnu Arsenal, fyrr í vetur. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Gríska stórveldið Olympiacos hefur óskað eftir því að lánssamningi Alfreðs Finnbogasonar sem hefur verið á mála hjá félaginu undanfarið hálfa árið verði rift en þetta kemur fram í spænska blaðinu AS.

Alfreð gekk til liðs við Olympiacos á lánssamning frá Real Sociedad síðasta sumar en tækifærin voru af skornum skammti í Grikklandi. Lék hann aðeins sjö leiki í grísku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim eitt mark af vítapunktinum.

Alfreð tryggði liðinu eftirminnilegan sigur á Arsenal fyrr í vetur með því að skora sigurmarkið í 3-2 sigri á Emirates en þrátt fyrir það fékk hann fá tækifæri hjá liðinu.

Óvíst er hvort hann fái tækifæri hjá Real Sociedad sem er að berjast fyrir lífi sínu í spænsku deildinni en líklegt þykir að hann verði aftur sendur út í lán.

Segir AS frá því að Alfreð hafi hafnað tilboði frá liði í MLS-deildinni og að hann sé ákveðinn í að finna lið innan Evrópu til þess að vera í góðu standi fyrir EM í Frakklandi í sumar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Alfređ farinn frá Olympiakos | Hafnađi tilbođi úr MLS-deildinni
Fara efst