Fótbolti

Alfreð er undantekning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason hefur farið vel af stað með Augsburg í þýska boltanum. Hann kom til liðsins í lok janúar og nú þegar skorað eitt mark og lagt upp tvö.

Frank Linkesch, pistlahöfundur á Kicker, segir að öllu jöfnu reynist leikmenn sem komi á síðasta stundu áður en lokað er fyrir félagskipti í janúarglugganum ekkert sérstaklega vel.

„Svo virðist sem að Augsburg hafi tekist að gera undantekningu á því í tilfelli Alfreðs Finnbogasonar,“ skrifaði hann og benti á að Alfreð hafi lengi verið á óskalista forráðamanna félagsins.

Sjá einnig: Breiðablik og Fjölnir halda áfram að moka inn milljónum vegna Alfreðs

Linkesch segir að Alfreð hafi sýnt með frammistöðu sinni að hann geti reynst sínu liði vel. Hann sé klókur í að skjótast fram hjá varnarmönnum og hafi sýnt að hann geti verið afar hættulegur fyrir framan mark andstæðinganna.

Augsburg leikur næst gegn Darmstadt á laugardaginn og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 14.30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×