Fótbolti

Alfreð auglýsir leikinn í kvöld á íslensku á Twitter-síðu Augsburg | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason hefur fagnað mikið að undanförnu.
Alfreð Finnbogason hefur fagnað mikið að undanförnu. vísir/getty
Alfreð Finnbogason verður í eldlínunni með Augsburg í fyrsta leik 32. umferðar þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið tekur á móti Köln á heimavelli sínum klukkan 18.30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Með Alfreð sjóðheitan fyrir framan markið er Augsburg búið að vinna þrjá leiki í röð og komið sér þannig vel frá fallsvæðinu. Með sigri í kvöld fer Augsburg langleiðina með að bjarga sér endanlega frá falli.

Sjá einnig:Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli

Alfreð er búinn að skora í öllum þremur sigurleikjunum og fimm mörk í sex síðustu leikjum. Í heildina er íslenski landsliðsframherjinn búinn að skora sjö mörk í ellefu leikjum síðan hann gekk í raðir liðsins.

Eins og komið hefur fram er Alfreð mikill tungumálamaður og er nú að læra sitt sjötta erlenda tungumál; þýsku. Hann beitti samt bara góðu gömlu íslenskunni þegar hann auglýsti leik kvöldins fyrir íslenska stuðningsmenn FC Augsburg á Twitter-síðu liðsins í gær en myndbandið af því má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×