FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER NÝJAST 09:45

Markasúpur í riđlakeppni Meistaradeildarinnar

SPORT

Alfređ átti ţátt í tveimur mörkum ţegar Augsburg og Leverkusen skildu jöfn

 
Fótbolti
16:14 05. MARS 2016
Alfređ og Koo náđu frábćrlega saman gegn Leverkusen.
Alfređ og Koo náđu frábćrlega saman gegn Leverkusen. VÍSIR/EPA
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Alfreð Finnbogason kom mikið við sögu þegar Augsburg gerði 3-3 jafntefli við  Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni í dag. Augsburg komst í 3-0 en glutraði forystunni niður á klaufalegan hátt í seinni hálfleik.

Alfreð skoraði í síðasta heimaleik Augsburg, 2-2 jafntefli við Borussia Mönchengladbach, og hann átti stórgóðan leik í dag.

Suður-Kóreumaðurinn Ja-Cheol Koo skoraði öll þrjú mörk Augsburg í dag en Alfreð átti stóran þátt í tveimur þeirra.

Koo kom Augsburg yfir strax á 5. mínútu og bætti svo öðru marki við rétt fyrir hálfleik þegar hann fylgdi eftir skoti Alfreðs sem hafnaði í stönginni.

Íslenski landsliðsframherjinn var ekki hættur því á 57. mínútu lagði hann boltann fyrir Koo sem fullkomnaði þrennuna og sigurinn virtist í höfn.

Leverkusen-menn voru á öðru máli og Karim Bellarabi minnkaði muninn í 3-1 á 60. mínútu. Tuttugu mínútum síðar skoraði Paul Verhaegh sjálfsmark og hleypti þar með Leverkusen inn í leikinn fyrir alvöru.

Það var svo Hakan Calhanoglu sem skoraði jöfnunarmark Leverkusen úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Jeffrey Gouweleeuw handlék boltann innan vítateigs.

Alfreð og félagar eru í 14. sæti deildarinnar með 26 stig, þremur stigum frá fallsæti.

Úrslit dagsins:
Augsburg 3-3 Leverkusen
Stuttgart 5-1 Hoffenheim
Werder Bremen 4-1 Hannover
Wolfsburg 2-1 Mönchengladbach
Frankfurt 1-1 Ingolstadt
Köln 1-3 Schalke


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Alfređ átti ţátt í tveimur mörkum ţegar Augsburg og Leverkusen skildu jöfn
Fara efst