Fótbolti

Alfreð: Þetta voru vonbrigði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Þetta voru vissulega vonbrigði,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, í viðtali við KSÍ um 1-1 jafntefli gegn Eistlandi í vináttulandsleiknum í kvöld.

„Við byrjum af krafti og settum pressu á þá. Svo missum við dampinn og seinni hálfleikur var frekar slakur þannig þetta voru vonbrigði verð ég að segja.“

Alfreð fékk tækifæri í dag og spilaði í 90 mínútur. „Þetta var gott tækifæri fyrir mig og aðra sem vilja vera í byrjunarliðinu og nýta allar mínútur. Þetta voru ekki kjöraðstæður í dag; völlurinn erfiður eftir langt ferðalag. En þetta var niðurstaðan,“ segir Alfreð.

„Við nýtum alla leiki sem við fáum. Nú hafa þjálfararnir stærri mynd af liðinu. Það mikilvægasta sem við tökum úr þessum tveimur verkefnum eru stigin þrjú í Kasakstan,“ segir Alfreð Finnbogason.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Rúrik: Súr tilfinning

Markaskorari Íslands var ekki ánægður með spilamennsku liðsins í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×