Fótbolti

Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hanni Hanna fékk bolamynd af sér með Kolbeini og sagan skilaði sér alla leið í De Telegraaf.
Hanni Hanna fékk bolamynd af sér með Kolbeini og sagan skilaði sér alla leið í De Telegraaf. Vísir/KTD
Landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson eru nýklipptir og flottir eftir að hafa fengið óvænta heimsókn á hótelið í gærkvöldi.

Okkar menn nýklipptir og flottir.Vísir/KTD
De Telegraaf greinir frá því að rakarinn Hanni Hanna hafi fengið símtalið og verið boðaður á Hótel Okura, eitt flottasta hótelið í Amsterdam, þar sem okkar menn láta fara vel um sig.

Hanni Hanna gefur sig út fyrir að vera rakari íþróttamanna og stjarnanna en hann er með um sex þúsund fylgjendur á Twitter og 20 þúsund á Instagram. Hann fékk mynd af sér með Kolbeini nýklipptum og áritaða treyju frá strákunum.

Hanna var ekki lengi að deila myndinni af sér og Kolbeinin, sem spilaði í fjögur ár með Ajax, á bæði Twitter og Instagram. Þar segir hann að strákarnir með „Hanna“-klippinguna muni berjast í leiknum annað kvöld.


Tengdar fréttir

Hollensk áhrif í íslenska liðinu

Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×