Innlent

Álfheiður beðin afsökunar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Ég hef megnustu skömm á slíku hátterni og veit fyrir víst að faðir minn var sömu skoðunar,“ skrifaði Álfheiður.
"Ég hef megnustu skömm á slíku hátterni og veit fyrir víst að faðir minn var sömu skoðunar,“ skrifaði Álfheiður. vísir/álfheiður
Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur beðið Álfheiði Ingadóttur fyrrverandi alþingismann afsökunar á því að hafa haldið fram á vef safnsins að Ingi R. Helgason, faðir Álfheiðar, hefði skrifað njósnaskýrslu um nafngreinda félaga sína í félagi ungra sósíalista og stúdenta.

Álfheiður ritaði pistil í Fréttablaðið í dag um málið. Pistillinn ber heitið Rétt skal vera rétt og þar krafðist hún þess að Borgarskjalasafnið birti opinbera leiðréttingu á þessum aðdróttunum í garð föður síns.

„Nú keppast menn við að endurskrifa söguna og einstaka gengur jafnvel svo langt að hreykja sér af því að hafa borið fé á menn og skrifað njósnaskýrslur á næturþeli fyrir Bjarna Benediktsson, Morgunblaðið og bandaríska sendiráðið. Ég hef megnustu skömm á slíku hátterni og veit fyrir víst að faðir minn var sömu skoðunar,“ skrifaði Álfheiður.

Í tilkynningu frá Svanhildi Bogadóttur borgarskjalaverði segir að mannleg mistök hafi verið gerð við birtingu á umræddum skjölum. Engin tengsl hafi verið að finna milli umræddrar skýrslu og sendibréfs Inga R. Helgasonar um annað efni, sem legið hafi saman fyrir mistök. Ekkert bendi til þess að Ingi R.Helgason hafi tengst umræddri skýrslu. Búið sé að taka skjalið úr birtingu á vef safnsins.

„Fyrir hönd Borgarskjalasafns Reykjavíkur vil ég biðja Álfheiði Ingadóttur og aðra sem málið varðar margfaldlega afsökunar og harma þessi mistök,“segir í tilkynningunni.

Pistill Álfheiðar Ingadóttur


Tengdar fréttir

Rétt skal vera rétt

Þessi grein er skrifuð til að mótmæla því opinberlega sem lesa má á vef Borgarskjalasafns Reykjavíkur að faðir minn, Ingi R. Helgason hrl., sé höfundur dagbókar, e.k. njósnaskýrslu um nafngreinda félaga sína í hreyfingu ungra sósíalista og stúdenta,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×