Innlent

Alexandra Ósk þakkaði björgun sína og barna sinna tveggja í gærkvöldi

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
"Við vildum sýna þeim þakklæti, því auðvitað getum við aldrei gert nóg fyrir þá. Í þessari stund er líka falin ákveðin áfallahjálp, það var gott fyrir okkur öll að hittast og ræða svolítið um slysið,“segir Aron. Alexandra Ósk tekur undir með unnusta sínum: "Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað við höfum jafnað okkur fljótt.“
"Við vildum sýna þeim þakklæti, því auðvitað getum við aldrei gert nóg fyrir þá. Í þessari stund er líka falin ákveðin áfallahjálp, það var gott fyrir okkur öll að hittast og ræða svolítið um slysið,“segir Aron. Alexandra Ósk tekur undir með unnusta sínum: "Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað við höfum jafnað okkur fljótt.“ Víkurfréttir/Páll Ketilsson
„Það er gott fólk til í þessum heimi,“ segir Aron Arnbjörnsson, þakklátur unnusti Alexöndru Óskar Magnúsdóttir um bjargvætti hennar, Nikola Tisma og Najdan Ilievski.

Alexandra Ósk lenti í bílveltu nálægt Sandgerði. Hún missti stjórn á bíl sínum sem fór margar veltur. Hún kastaðist upp undir þakið og út um gluggann þar sem hún lenti undir bílnum. Í aftursætinu voru Díana þriggja ára og Sigurður Mikael eins árs, föst í öryggisstólum.

Nikola og Najdan sáu bifreiðina fyrir tilviljun og björguðu Alexöndru Ósk undan bifreiðinni og kölluðu til lögreglu og sjúkralið.

„Mann langar alltaf að gera meira,“ segir Alexandra Ósk.

Hún og fjölskylda hennar hitti Nikola, Najdan, lögreglu og slökkvilið í Slökkvistöðinni í Keflavík í gærkvöldi og þökkuðu fyrir björgunina. Þau gáfu bjargvættum sínum viðurkenningarskildi með fallegri kveðju og þökkum og blóm, auk þess sem Aron bakaði pönnukökur.

„Þeir komu líka með blóm, og voru ánægðir að sjá Díönu og Sigurð Mikael með eigin augum og hvað þeim heilsast vel eftir slysið,“ segir Alexandra Ósk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×