Tíska og hönnun

Alexander Wang yfirgefur Balenciaga

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Hönnuðurinn er einn sá vinsælasti í bransanum í dag.
Hönnuðurinn er einn sá vinsælasti í bransanum í dag. Vísir/Getty
Ameríski fatahönnuðurinn tók við sem yfirhönnuður Balenciaga árið 2012 af Nicolas Ghesquiére.

Þrátt fyrir stuttan tíma hjá franska tískuhúsinu eru sögusagnir um að Alexander fari brátt að yfirgefa það.

Sögusagnirnar hafa ekki verið staðfestar en talskona hönnuðarins sagði að unnið væri að breytingu á samningnum.

Eigið merki Alexanders Wang, sem sem ber nafn hans, hefur vaxið ört seinustu ár og þykir líklegt að hann vilji einbeita sér meira að því.

Balenciaga hefur einnig vaxið hratt undir hans stjórn svo að það er í raun óútreiknanlegt hvað hann mun gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×