Handbolti

Alexander og ljónin áfram á toppnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander Petersson fagnar marki svo um munar.
Alexander Petersson fagnar marki svo um munar. vísir/getty
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann öruggan útisigur á Balingen, 32-27, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Ljónin voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og áttu ekki í teljandi vandræðum með að innbyrða níunda sigur liðsins á tímabilinu. Liðið á toppnum með 18 stig eftir tíu umferðir.

Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað í kvöld, en leikstjórnandinn AndySchmid var markahæstur hjá Löwen með sjö mörk.

Kiel fylgir Löwen á toppnum eins og skugginn, en liðið vann þriggja marka sigur á TuS N-Lübbecke, 24-21, í Sparibauknum í kvöld.

Kiel var 13-8 yfir í hálfleik, en lenti í smá vandræðum undir lokin þegar gestirnir minnkuðu muninn í 22-20 þegar þrjár mínútur voru eftir. Meistararnir hirtu þó öll stigin að lokum.

Aron Pálmarsson var rólegur í kvöld og skoraði eitt mark, en Spánverjinn JoanCanellas var markahæstur hjá Kiel með sjö mörk. Lærisveinar AlfreðsGíslasonar í öðru sæti deildarinnar með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×