Handbolti

Alexander og Guðjón Valur þeir fyrstu til að stöðva Kielce

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alexander í leik með Löwen
Alexander í leik með Löwen vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen var ekki í neinum vanræðum með Kielce í Meistaradeild Evrópu en liðið vann þægilegan sigur, 34-26, út í Póllandi en leikurinn fór fram á heimavelli Vive Tauron. Kielce vann einmitt þessa keppni á síðustu leiktíð.

Þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru báðir í eldlínunni með Rhein-Neckar Löwen í dag. Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Ljónin en liðið gaf bara í í þeim síðari og vann það að lokum góðan útisigur í Meistaradeildinni.

Markaskorið dreifðist vel hjá gestunum en Alexander Petersson gerði tvö mörk fyrir Ljónin og komst Guðjón Valur ekki á blað. Karol Bielecki var frábær í liði Kielce og skoraði hann átta mörk. Andre Schmid skoraði sex mörk fyrir Ljónin í kvöld.

Þetta var fyrsta tap Evrópumeistarana í Meistaradeildinni en liðið er í efsta sæti B-riðilsins með átta stig og Rhein-Neckar Löwen í því þriðja með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×