Handbolti

Alexander fékk áverka á auga og sá allt í móðu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander Petersson verður vonandi með í Svartfjallalandi.
Alexander Petersson verður vonandi með í Svartfjallalandi. vísir/stefán
Alexander Petersson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, fór af velli í fyrri hálfleik í gærkvöldi í stórsigri Íslands á Ísrael í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016.

Alexander fékk áverka á auga og sneri ekki aftur, en það kom ekki að sök þar sem strákarnir okkar unnu sautján marka sigur, 36-19.

„Hann fékk eitthvað í augað og sá allt í móðumyndun. Hann fékk augndropa strax og var orðinn betri eftir leikinn. Það var svo verið að skoða hann í morgun,“ segir EinarÞorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, við Vísi.

Alexander var mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll í hádeginu, en að sögn Einars var Alexander hálfslappur í morgun. Staðan á honum er óljós.

Hópurinn sem ferðast til Svartfjallalands fyrir annan leik liðsins í undankeppninni verður kynntur síðar í dag og er vonast til að Alexander verði með.

Ásgeir Örn Hallgrímsson kemur þó til móts við hópinn, en hann var ekki með gegn Ísrael í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×