SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Alexander: Ég er međ gćsahúđ

 
Handbolti
19:18 15. JANÚAR 2016
Alexander var flottur í kvöld.
Alexander var flottur í kvöld. VÍSIR/VALLI

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk og var frábær í varnarleiknum þegar Ísland vann Noreg, 26-25, í fyrst leik liðsins á EM 2016 í Póllandi.

Leikurinn var ótrúlega spennandi og réðust ekki úrslitin fyrr en á lokasekúndunni þegar Björgvin Páll varði síðasta skot Norðamanna.

„Þetta var bara byrjunin. Ég er með gæsahúð,“ sagði Alexander sæll og glaður við Vísi rétt eftir leik.

Íslenska liðið fékk tvö tækifæri til að ganga frá leiknum en hleypti því norska alltaf inn í leikinn aftur.

„Við fengum tvær mínútur sem var klaufalegt og klárum ekki yfirtölu sem var vandamál. Við áttum alltaf að vinna þennan leik,“ sagði Alexander sem var enn í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann.

„Þetta er bara eins og við höfum unnið mótið. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur sigur.“

„Nú er fyrsti leikur búinn og við getum farið að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Alexander Petersson að lokum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Alexander: Ég er međ gćsahúđ
Fara efst