Lífið

Alex Salmond þykist vera James T. Kirk á ferðalögum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Salmond er svokallaður Trekkie, grjótharður aðdáandi Star Trek þáttanna.
Salmond er svokallaður Trekkie, grjótharður aðdáandi Star Trek þáttanna. Samsett/Getty
Alex Salmond, fyrrum leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, var meinað að fara um borð í flugvél British Airways í sumar en hann hafði keypt miða undir dulnefninu James T. Kirk. Hann ferðast reglulega undir þessu dulnefni af öryggisástæðum.

Salmond er mikill aðdáandi Star Trek sjónvarpsþáttanna og ferðast gjarnan undir þessu dulnefni, en leikarinn William Shatner gerði nafnið ódauðlegt er hann lék James T. Kirk um árabil í Star Trek sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Glöggur starfsmaður Heathrow-flugvallarins tók eftir því að nafnið á flugmiða Salmond og vegabréfi hans stemmdi ekki og var honum því meinað að ganga um borð í vélina. Að sögn Salmond hafa starfsmenn Gatwick og London City-flugvallanna hleypt honum í gegn undir dulnefninu en reglurnar virðast vera strangari á Heathrow-flugvelli.

Salmond tókst þó að lokum að sýna fram á að hann ferðaðist undir þessi dulnefni af öryggisástæðum og var á endanum hleypt um borð. Spurður um þetta atvik vitnaði hann í eina frægustu setningu þáttannna, Beam me up, Scotty: „Þetta leystist farsællega. Það eina sem ég vildi var að British Airways myndi geisla mig upp, Scotty.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×