Körfubolti

Aldrige spilaði óvænt og saltaði töframennina | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LaMarcus Aldridge var frábær í nótt.
LaMarcus Aldridge var frábær í nótt. vísir/getty
LaMarcus Aldrige, kraftframherjinn frábæri í liði Portland Trail Blazers, spilaði óvænt gegn Washington Wizards í nótt og fór á kostum í sterkum heimasigri sinna manna, 103-96.

Aldridge gaf það út fyrir tveimur dögum að hann væri á leið í aðgerð á þumafingri og yrði frá í sex til átta vikur, en var óvænt mættur til leiks í gær.

Hann skoraði 26 stig og tók 9 fráköst og í hvert skipti sem hann steig á vítalínuna hrópuðu stuðningsmenn Portland: „MVP, MVP!“ Hann skoraði úr öllum átta vítaskotum sínum.

Damian Lillard bætti við 20 stigum og 7 stoðsendingum fyrir Portland, en hjá gestunum var John Wall stigahæstur með 25 stig.

Charlotte Hornets, liðið sem Michael Jordan á, er á miklum skriði þessa dagana, en það vann botnlið austurdeildarinnar, New York Knicks, 76-71, á heimavelli í nótt. Þetta er níundi sigur Charlotte í síðustu ellefu leikjum.

Brian Roberts var stigahæstur heimamanna með 17 stig og Gerald Henderson skoraði 14, en í liði gestanna var Tim Hardaway yngri stigahæstur með 25 stig.

Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - New York Knicks 76-71

Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 101-86

Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 101-83

Utah Jazz - Brooklyn Nets 108-73

Portland Trail Blazers - Washington Wizards 103-96

Staðan í deildinni.

Iðnaðartroðsla hjá Rudy Gobert: Thomas Robinson setur Kris Humpries á plakat: Glæsileg tilþrif Detroit-manna:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×