Íslenski boltinn

Aldrei verið spilað fyrr á KR-vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr fyrsta heimaleik KR sumarið 2012.
Úr fyrsta heimaleik KR sumarið 2012. Vísir/Vilhelm
KR tekur á móti FH í kvöld í stórleik 1. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en leikurinn fer fram á KR-vellinum í Frostaskjóli.

KR-ingar byrjuðu ekki að spila á grasinu sínu fyrr en 2. júní í fyrra en núna setja þeir nýtt met á vellinum með því að spila fyrsta heimaleikinn 4. maí.

Aldrei áður hefur leikur farið fram fyrr í maí á KR-vellinum en gamla metið var 6. maí frá því árin 2012 og 2013.

KR-ingar hafa spilað heimaleiki sína á KR-vellinum frá því seinni hluta sumars 1984 og þetta er því 32. tímabil KR-inga í Frostaskjólinu.

Í fyrra byrjaði KR-liðið ekki að spila á sínum heimavelli fyrr en í júní og það hafði þá ekki gerst í tuttugu ár að leikur fór ekki fram á KR-vellinum í maí.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá heimaleiki KR-inga sem hafa farið fram á KR-vellinum snemma í maímánuði en KR hefur byrjað 10 af síðustu 32 tímabilum sínum á KR-vellinum fyrir 15. maí.

"Fyrsti" fyrsti leikur á KR-vellinum undanfarin 32 tímabil:

4. maí 2015: Leikur við FH í kvöld

6. maí 2012: 2-2 jafntefli við Stjörnuna

6. maí 2013: 2-1 sigur á Stjörnunni

8. maí 2011: 1-1 jafntefli við Keflavík

10. maí 2008: 3-1 sigur á Grindavík

10. maí 2009: 2-1 sigur á Fjölni

11. maí 2010: 2-2 jafntefli við Hauka

13. maí 1985: 4-3 sigur á Þrótti

14. maí 2006: 0-3 tap fyrir FH

14. maí 2007: 1-2 tap fyrir Keflavík



Leikur KR og FH í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik.


Tengdar fréttir

Hefst titilbaráttan á KR-velli?

FH og KR mætast í stórslag fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld en liðunum var spáð tveimur efstu sætunum í árlegri spá Fréttablaðsins. FH hefur góða reynslu af því að mæta KR á útivelli í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×