Erlent

Aldrei meira atvinnuleysi í Frakklandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lofað að grípa til aðgerða til að skapa fleiri störf.
Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lofað að grípa til aðgerða til að skapa fleiri störf. Vísir/Getty
Tæplega 3,5 milljónir manna er atvinnulausar í Frakklandi og hafa aldrei fleiri verið án vinnu þar, samkvæmt opinberum tölum.

Atvinnuleysi jókst í nóvember, þriðja mánuðinn í röð, en þá bættust rúmlega 27.000 á atvinnuleysisskrá. Því hefur atvinnuleysi aukist um 5,8% síðastliðið ár og er nú 10,4%.

Eitt afloforðum Francois Hollande, Frakklandsforseta, í kosningabaráttunni 2012 var að skapa fleiri störf og lýsti hann því nýlega yfir að ef honum tækist það ekki myndi hann ekki bjóða sig fram að nýju árið 2017.

Fyrr í þessum mánuði voru kynntar nýjar aðgerðir yfirvalda til að berjast gegn stöðnun í atvinnulífinu með það að markmiði að skapa fleiri störf, en óvíst er hvort aðgerðirnar dugi til, sérstaklega í ljósi nýrra talna um atvinnuleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×