Innlent

Aldrei fleiri skráðir í Urriðavatnssundið

Atli Ísleifsson skrifar
Urriðavatnssund er sjálfstæður íþróttaviðburður en um leið innlegg Austurlands í fjórþrautina Landvættur.
Urriðavatnssund er sjálfstæður íþróttaviðburður en um leið innlegg Austurlands í fjórþrautina Landvættur. Mynd/Nikulás Bragason
Aldrei hafa fleiri verið skráðir í Urriðavatnssundið sem fram fer í sjöunda sinn á morgun.

121 sundmaður er skráður til leiks en á síðustu tveimur árum hafa þátttakendur verið milli fimmtíu og sextíu talsins.

Í tilkynningu frá aðstandendum sundsins segir að í boði verði þrjár vegalengdir, 400 metrar, 1.250 metrar og 2.500 metrar.

Mynd/Nikulás Bragason
„Langflestir eru skráðir í lengsta sundið, sem trúlega helgast af því að sundið er hluti Landvættarins. Á morgun verða tveir ráshópar, sá fyrri verður ræstur kl. 08:45 en þann síðari er áætlað að ræsa kl. 09:45. 

Urriðavatnssund er sjálfstæður íþróttaviðburður en um leið innlegg Austurlands í fjórþrautina Landvættur og einnig er það liður í hinni austrifsku þríþraut, álkarlinum, þar sem hinar tvær greinarnar eru hjólreiðakeppnin Tour de Ormur og Barðsneshlaup,“ segir í tilkynningunni.

Fyrsta sundið þreytti Eiríkur Stefán Einarsson sem hefur tekið þátt öll skiptin og verður einnig með á morgun. Hann synti fyrst einn, annað árið við annan mann en síðustu tvö árin hafa þátttakendur verið milli fimmtíu og sextíu eins og fyrr segir.

Mynd/nikulás Bragason
Mynd/Nikulás Bragason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×