Handbolti

Aldrei fleiri mætt á leiki á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pólskir stuðningsmenn í stuði á EM.
Pólskir stuðningsmenn í stuði á EM. vísir/epa
Á EM í Danmörku fyrir tveim árum síðan var sett áhorfendamet sem þegar er búið að slá á EM í Póllandi þó svo enn eigi eftir að spila sex leiki á mótinu.

Alls mættu 316 þúsund á leikina í Danmörku en þegar eru 342 þúsund búnir að mæta í stúkuna í Póllandi.

Pólverjar hafa verið duglegir að mæta á leikina svo er áætlað að um 40 þúsund manns hafi fylgt sínum liðum til Póllands. Flestir hafa komið frá Þýskalandi, Danmörku og Noregi.

Sjónvarpsáhorf á leikina hefur einnig verið gott og til að mynda var leikur Þýskalands og Danmerkur með næstmest áhorf í Þýskalandi það kvöldið. 5,6 milljónir horfðu á leikinn þar en 1,7 milljónir í Danmörku.


Tengdar fréttir

Biegler sagði upp störfum

Það kom ekki neinum á óvart þegar Michael Biegler greindi frá því í morgun að hann hefði ákveðið að láta af þjálfun pólska landsliðsins.

Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995

Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu.

Lazarov markahæstur á EM

Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum.

Dagur, hvernig ferðu að þessu?

Þýska handboltalandsliðið er komið alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu og mætir Noregi í kvöld. Dagur Sigurðsson hefur átt svör við hverju áfallinu á fætur öðru en liðið hefur misst sjö sterka leikmenn. Fréttablaðið skoð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×