MIĐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ NÝJAST 21:30

Umfjöllun og einkunnir: Fylkir - KR 1-1| Stál í stál í Árbćnum

SPORT

Aldrei fleiri mćtt á leiki á EM

 
Handbolti
09:45 29. JANÚAR 2016
Pólskir stuđningsmenn í stuđi á EM.
Pólskir stuđningsmenn í stuđi á EM. VÍSIR/EPA

Á EM í Danmörku fyrir tveim árum síðan var sett áhorfendamet sem þegar er búið að slá á EM í Póllandi þó svo enn eigi eftir að spila sex leiki á mótinu.

Alls mættu 316 þúsund á leikina í Danmörku en þegar eru 342 þúsund búnir að mæta í stúkuna í Póllandi.

Pólverjar hafa verið duglegir að mæta á leikina svo er áætlað að um 40 þúsund manns hafi fylgt sínum liðum til Póllands. Flestir hafa komið frá Þýskalandi, Danmörku og Noregi.

Sjónvarpsáhorf á leikina hefur einnig verið gott og til að mynda var leikur Þýskalands og Danmerkur með næstmest áhorf í Þýskalandi það kvöldið. 5,6 milljónir horfðu á leikinn þar en 1,7 milljónir í Danmörku.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Aldrei fleiri mćtt á leiki á EM
Fara efst