SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 09:15

Uber tekur sjálfkeyrandi bíla úr umferđ eftir óhapp

FRÉTTIR

Aldrei fleiri mćtt á leiki á EM

 
Handbolti
09:45 29. JANÚAR 2016
Pólskir stuđningsmenn í stuđi á EM.
Pólskir stuđningsmenn í stuđi á EM. VÍSIR/EPA

Á EM í Danmörku fyrir tveim árum síðan var sett áhorfendamet sem þegar er búið að slá á EM í Póllandi þó svo enn eigi eftir að spila sex leiki á mótinu.

Alls mættu 316 þúsund á leikina í Danmörku en þegar eru 342 þúsund búnir að mæta í stúkuna í Póllandi.

Pólverjar hafa verið duglegir að mæta á leikina svo er áætlað að um 40 þúsund manns hafi fylgt sínum liðum til Póllands. Flestir hafa komið frá Þýskalandi, Danmörku og Noregi.

Sjónvarpsáhorf á leikina hefur einnig verið gott og til að mynda var leikur Þýskalands og Danmerkur með næstmest áhorf í Þýskalandi það kvöldið. 5,6 milljónir horfðu á leikinn þar en 1,7 milljónir í Danmörku.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Aldrei fleiri mćtt á leiki á EM
Fara efst