Innlent

Aldrei fleiri hjálpa í Hjálpræðishernum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hjálpræðisherinn hefur boðið upp á mat á aðfangadag síðan á stríðsárunum.
Hjálpræðisherinn hefur boðið upp á mat á aðfangadag síðan á stríðsárunum. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson
„Við erum með að nálgast sextíu sjálfboðaliða, sem teygir sig í sjötíu út af jólamatarboðinu. Það eru yfir tvö hundruð með sjálfboðaliðum í matarboðinu. Við höfum aldrei verið svona mörg,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins. Herinn efnir til síns árlega jólaboðs í dag.

Veislan var flutt í Ráðhúsið og því getur herinn tekið á móti mörgum í ár. „Auðvitað erum við mjög glöð og ánægð með að fólk skuli vilja vera með okkur,“ segir Ingvi Kristinn. Hann segir sjálfboðaliðana vera breiðan hóp úr öllum stöðum og stéttum. „Hjá okkur er til dæmis fráskilið fólk sem er ekki með börnin sín þessi jól og hefur ákveðið að láta eitthvað gott af sér leiða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×